Forsætisráðherra Kúbu er staða í ríkisstjórn Kúbu. Staðan var til frá því stjórnarskrá Kúbu var tekin upp 1940 þar til ný stjórnarskrá var tekin upp 1976. Þá voru embætti forseta og forsætisráðherra sameinuð í eitt. Forsætisráðherraembættið var tekið upp á ný með stjórnskipunarbreytingum árið 2019.