Fjórða konungsættin er önnur þeirra konungsætta sem teljast til Gamla ríkisins í sögu Egyptalands. Meðal faraóa þessarar ættar eru þeir sem reistu stóru pýramídana í Gísa. Allir konungar þessarar konungsættar reistu að minnsta kosti einn pýramída sem grafhýsi eða minnisvarða.
Höfuðborg fjórðu konungsættarinnar var í Memfis líkt og hjá þeirri þriðju.
Tímaás fjórðu konungsættarinnar