Fjallkonan var íslenskt tímarit sem kom út frá 1884 til 1911. Fyrstu fjögur árin var blaðið gefið út hálfsmánaðarlega en eftir það vikulega. Valdimar Ásmundsson var stofnandi tímaritsins og ritstjóri til dauðadags 1902.