Fjórsund er keppnisgrein í sundi þar sem fjórar ólíkar sundgreinar sameinast í eina.
Einstaklingsfjórsund
Í einstaklingskeppnum fjórsunds syndir hver sundmaður fjórar ólíkar sundaðferðir og er hver sundaðferð synd alls 1/4 af vegalengd sundsins. Röð sundaðferða er þessi:
- Flugsund
- Baksund
- Bringusund
- Frjáls aðferð, sem þó má ekki vera ein af þeim þremur aðferðum sem áður hafa verið syntar. Nær alltaf er skriðsund því valið, en þess vegna mætti alveg eins synda hundasund, þó það sé ekki samþykkt keppnisgrein.
Boðsundsfjórsund
Í boðsundi syndir hver keppandi 1/4 vegalengdarinnar og bara eina sundaðferð. Uppröðun sundaðferðanna er ekki sú sama og í einstaklingsfjórsundi, því ef baksundshlutinn hefði ekki verið fyrsta aðferðin hefðu hinir sundmennirnir verið fyrir baksundsmanninum. Uppröðunin er því slík:
- Baksund
- Bringusund
- Flugsund
- Frjáls aðferð, það sama gildir og í einstaklingsfjórsundi, um að einhver önnur aðferð en bak-, bringu- eða flugsund kemur til greina. Því er oftast valið skriðsund.