Fóður eða dýrafóður er öll sú fæða sem gefin er húsdýrum í landbúnaði. Stærstur hluti fóðurs kemur úr jurtaríkinu, en stundum eru dýraafurðir líka notaðar. Gæludýrafóður er sérstök tegund fóðurs framleidd fyrir gæludýr.
Heildarfóðurnotkun heimsins árið 2006 var 635 milljón tonn. Árleg aukning í fóðurnotkun er 2%.