Enola Gay

Enola Gay, B-29 sprengjuflugvél

Enola Gay var B-29 sprengjuflugvélin sem Bandaríkin notuðu til þess að sleppa kjarnorkusprengjunni, sem fékk viðurnefnið „Little Boy“, á Hírosíma í Japan þann 6. ágúst 1945. Það var í fyrsta sinn sem kjarnorkuvopn var notað á óvin í hernaðarskyni. Flugvélin var nefnd eftir Enolu Gay Tibbets, móður flugmannsins sem flaug vélinni, ofursta Paul Warfield Tibbets.[1]

Heimildir

  1. „Enola Gay | Facts, History, & Hiroshima“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 1. desember 2020.