Einvígi er bardagi tveggja manna án afskipta þriðja aðila.
Einvígi voru þekkt aðferð til að leysa deilumál víða í Evrópu allt fram á 20. öld, og tóku á sig ýmsar myndir. Algengt var að tveir menn útkljáðu deilumál sín með skotvopnum eða sverðum, og var þá farið að ákveðnum reglum.
Margir þekktir menn hafa verið drepnir í einvígum, t.d. rússneska skáldið Alexander Púskín sem dó úr sárum sínum árið 1837 eftir einvígi við elskhuga eiginkonu sinnar.
Einvígi hafa einnig verið stunduð víða annars staðar í heiminum, t.d. í Villta vestrinu.