Eik var íslensk hljómsveit. Hún þótti afar framsækin fyrir sinn tíma og átti það jafnvel til að snarstefja upp á sviði í allt að klukkutíma áður en formleg tónleikadagskrá hófst.
Mannabreytingar voru alla tíð miklar en það tímabil í sögu hljómsveitarinnar sem kallað hefur verið Stóra Eikin var þegar hún náði hápunkti sínum sem sjö manna hljómsveit og þótti þá einsdæmi á Íslandi fyrir jafn framsækna hljómsveit. En erfitt reyndist að halda úti sjö manna hljómsveit og leystist hún upp skömmu eftir útgáfu plötunnar Hríslan og straumurinn. Hljómsveitin kom þó saman á nýjan leik árið 2000 og hélt nokkra tónleika með nýjum söngvara.
Útgefið efni
Breiðskífur
Smáskífur
Meðlimir og hljóðfæraskipan
- Þorsteinn Magnússon - Rafgítar október 1972-1978
- Haraldur Þorsteinsson - Bassi 1972-1978 / 2000
- Lárus Halldór Grímsson - Hljóðgervlar & þverflauta apríl 1972-1978 / 2000
- Ólafur Sigurðsson - Trommur apríl 1972-1976
- Ólafur J Kolbeins - Trommur 1976-1977
- Magnús Finnur Jóhannsson - Söngur 1977-1978
- Tryggvi Júlíus Hübner - Gítar 1977-1978 / 2000
- Pétur Hjaltested - Synthesizer 1977-1978 / 2000
- Ásgeir Óskarsson - Trommur 1977-1978 / 2000
- Gestur Guðnason - Gítar apríl 1972-1973
- Árni Jónsson Sigurðsson - Söngur 1973-1974
- Herbert Guðmundsson - Söngur 1974-1975
- Sigurður Kristmann Sigurðsson - Söngur 1975-1976
- Björgvin Ploder - Söngur 2000
Tilnefningar
- Hljómsveit ársins 1976, valin af lesendum DV.
Heimildir
Tenglar