Dvína eða Norður-Dvína (rús. Severnaya Dvina) er á í Norður-Rússlandi, Evrópuhlutanum. Hún er um 750 kílómetra löng og myndast við samruna ánna Sukhona og Yuk í grennd við Veliki Ustyug. Þaðan rennur áin norður, framhjá borginni Kotlas, síðan í norðaustur og tæmist út í Dvínaflóa, sem er flói inn úr Hvítahafi nálægt borginni Arkhangelsk. Áin er skipgeng og tengist siglingaleiðum á Volgu um Sukhona ána og einnig með skipaskurðum. Ekki má rugla saman Norður-Dvínu og Vestur-Dvínu, sem er talsvert stærri á í Vestur-Rússlandi, Hvítarússlandi og Lettlandi.