Disney's America

Disney‘s America var fyrirhugaður skemmtigarður með sögulegu ívafi sem Walt Disney samsteypan ætlaði að byggja í grennd við Washington-borg í Bandaríkjunum á 10. áratugnum. Í nóvember árið 1993 tilkynnti Michael Eisner, forstjóri að The Walt Disney Company, að þau myndu opna þriðja Disney-skemmtigarðinn í Bandaríkjunum og hann ætti að sýna fjölbreytni, kraft og nýbreytni  þjóðarinnar. Skemmtigarðinum átti að vera skipt niður í 9 svæði og átti hvert þeirra að vera í anda þýðingarmikils tímabils í bandarískri sögu. Harkalegar deilur sköpuðust um hvernig ætti að draga upp mynd af sögunni og eftir mánaðarlangar deilur hætti Disney við að byggja skemmtigarðinn.[1]

Forsaga og sögustríðin

Á síðari hluta 20. aldar jókst áhugi sögu í Bandaríkjunum. Ættfræðirannsóknir urðu vinsælli, aðsókn að söfnum og minnisvörðum urðu meiri og sjónvarpsstöðvar fóru að framleiða meira af sagnfræðilegu efni, ekki síst um seinni heimsstyrjöldina og Hitler.

The Walt Disney Company sáu sér leik á borði og tilkynntu árið 1993 að þau myndu reisa stóran skemmtigarð tileinkaðan bandarískri sögu. Skemmtigarðurinn átti að vera í bland alvarlegur og skemmtilegur. Michael Eisner, forstjóri Disney, undirstrikaði alvarleikann með því að segjast ætla að sýna þrælastríðið með allri þeirri kynþáttabaráttu sem þar átti sér stað og jafnvel einnig Víetnamstríðið. Um þetta var harkalega deilt og vegna mikillar vantrúar á verkefninu, bæði um sagnfræðilega túlkun og umhverfisáhrif á staðnum, þá hætti Disney við að reisa garðinn. Málið varð hluti af stærri deilum um hvernig ætti að skrifa sögu Bandaríkjanna, svokölluðum sögustríðum. Uppnámið sem Disney olli sýndi að þó svo að Bandaríkjamenn hefðu mikinn áhuga á sögu Bandaríkjanna, þá voru þeir innilega ósammála um hvernig ætti að setja hana fram.[2]

Tilvísanir

  1. Blitz, Matt (25. september 2019). „Revisiting Disney's America: The Theme Park That Never Was“. Popular Mechanics (bandarísk enska). Sótt 16. desember 2020.
  2. Andrew Hartman (2019). A war for the soul of America. A history of the culture wars. bls. 253-254.