Danska kirkjan

Vor Fruer Kirke í Kaupmannahöfn.

Danska kirkjan (danska: Den Danske Folkekirke eða Folkekirken) er opinbert trúfélag í Danmörku og evangelísk-lúthersk kirkja.

Um 72,1% Dana eru meðlimir kirkjunnar (1. jan. 2023). 11 biskupsdæmi eru innan Danmerkur, þar á meðal Grænland. Tólfta biskupsdæmið var Fólkakirkjan í Færeyjum sem nú er sjálfstæð. Enginn erkibiskup er í kirkjunni en æðsta embætti hennar er biskup Kaupmannahafnar. Kirkjan ákvað að gefa saman samkynhneigða árið 2012 en klofningur var innan hennar varðandi það.[1]

33.8% giftinga og 83.7% jarðarfara í Danmörku fara fram í Dönsku kirkjunni.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Church of Denmark“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. september 2016.

Tilvísanir

  1. Klofningur yfirvofandi í dönsku kirkjunniRúv. Skoðað 9. september, 2016.