Cristóbal Bencomo y Rodríguez.
Cristóbal Bencomo y Rodríguez (30. ágúst 1758 í San Cristóbal de La Laguna , Tenerife , — 15. apríl 1835 í Sevilla ) var spænskur prestur og skriftafaðir Ferdinands VII konungs Spánar .[ 1] [ 2] Hann gegndi einni af mikilvægustu stöðu í kaþólsku kirkjunni á Spáni.
Bencomo y Rodriguez var skipaður erkibiskup Heraclea af Píus VII páfa[ 3] [ 4] og var drifkrafturinn á bak við stofnun háskólans La Laguna (sá fyrsti á Kanaríeyjum ) og biskupsdæmis í San Cristóbal de La Laguna (þangað til hafði verið biskupsdæmi á Kanaríeyjum aðsetur í Las Palmas de Gran Canaria ). Biskupsdæmið nýja náði yfir eyjurnar Tenerife , La Palma , La Gomera og El Hierro .[ 5]
Bencomo hlaut orðu Karls III.[ 6] Árið 1818 bað Ferdinand VII Bencomo y Rodriguez að vera hluti af rannsóknarrétti af Spánar, en hann afþakkaði það.[ 7]
Tilvísanir
↑ Obispos canarios. Página web oficial de la Diócesis de Canarias
↑ Archbishop Cristóbal Bencomo y Rodríguez, † abgerufen am 28. März 2016.
↑ in partibus infidelium (lat. = in den Gebieten der Ungläubigen) Titelzusatz eines Bischofs in aufgelösten Diözesen, seit 1882 ersetzt durch die Bezeichnung Titularbischof
↑ Obispos canarios. Página web oficial de la Diócesis de Canarias
↑ „La diócesis de Tenerife. Apuntes para su historia: de los orígenes hasta su restablecimiento definitivo“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 31. mars 2016 .
↑ „Biografía de Cristóbal Bencomo y Rodríguez“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2017. Sótt 31. mars 2016 .
↑ „Biografía de Cristóbal Bencomo y Rodríguez“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2017. Sótt 31. mars 2016 .