Christine Korsgaard

Christine Marion Korsgaard
Persónulegar upplýsingar
Fædd1952Chicago í Illinois)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkCreating the Kingdom of Ends; The Sources of Normativity
Helstu kenningarCreating the Kingdom of Ends; The Sources of Normativity
Helstu viðfangsefniSiðfræði, siðspeki

Christine Marion Korsgaard (fædd 1952 í Chicago í Illinois) er bandarískur heimspekingur sem fæst einkum við siðfræði og sögu hennar, tengsl siðfræði og frumspeki, hugspeki, og spurningar um samsemd sjálfsins, bæði í einkalífi fólks og með tilliti til skyldna almennt. Korsgaard hefur verið prófessor í heimspeki við Harvard University síðan 1991.

Korsgaard hlaut B.A. gráðu frá University of Illinois og doktorsgráðu frá Harvard. Hún var nemandi Johns Rawls.

Korsgaard kennir einkum siðfræði og og heimspekisögu. Hún hefur kennt við University of Chicago, University of California í Santa Barbara og Yale. Hún gekk til liðs við Harvard árið 1991. Hún hefur einnig verið gistiprófessor við University of California í Berkeley og University of California í Los Angeles (UCLA).

Árið 1996 gaf Korsgaard út bókina The Sources of Normativity (Rætur skyldunnar), sem var endurskoðuð útgáfa á Tanner fyrirlestrum um mannleg gildi. Sama ár kom einnig út safn áður birtra greina hennar um siðfræði Immanuels Kant og kantískar nálganir í siðfræði samtímans, Creating the Kingdom of Ends. Árið 2002 hélt hún Locke fyrirlestrana við University of Oxford um Self-Constitution: Agency, Identity, and Integrity. Þessa fyrirlestra má nálgast á vefsíðu Korsgaard.

Helstu ritverk

Tengt efni

Tengill

Vefsíða Christine Korsgaard