Catalogue of Life er gagnagrunnur á netinu sem geymir heimsins yfirgripsmestu og ítarlegustu gögn um þekktar dýra-, plöntu-, sveppa- og gerlategundir. Gagnagrunnurinn var stofnaður árið 2001 sem samstarfsverkefni alþjóðlegu samtakanna Species 2000 og bandarísku stofnunarinnar Integrated Taxonomic Information System. Gagnagrunurinn er aðgengilegur á 12 tungumálum og er notaður víða af vísindamönnum, kennurum og stjórnvöldum.
Catalogue of Life inniheldur gögn úr 168 ritrýndum flokkunarfræðilegum gagnagrunnum sem uppfærðir eru af sérstökum stofnunum um allan heim. Árið 2018 voru 1.744.204 tegundir skráðar í gagnagrunninum af 2,2 milljónum þekktra tegunda.
Heimild