Bókasafn Reykjanesbæjar er almenningsbókasafn sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum árið 1994. Var þá ákveðið að sameina almenningsbókasöfnin Bókasafn Keflavíkur, Bókasafn Njarðvíkur og Lestrarfélagið í Höfnum í eitt safn.