Breska leyniþjónustan

Höfuðstöðvar Bresku leyniþjónustunnar

Breska leyniþjónustan (enska: Secret Intelligence Service eða SIS, í daglegu tali sem MI6) er sú greiningardeild sem veitir bresku ríkisstjórninni upplýsingar um stöðu mála erlendis til að vernda þjóðaröryggi Bretlands. Breska leyniþjónustan var stofnuð árið 1909 en breska ríkisstjórnin staðfesti ekki tilveru hennar fyrir árið 1994. Síðan 1995 hafa höfuðstöðvar leyniþjónustunnar verið á suðurbakka Thamesár.

Skammstöfunin MI6 stendur fyrir „Military Intelligence, Section 6“. Nafn þetta er ekki lengur notað opinberlega en Breska leyniþjónustan er enn almennt þekkt undir þessu nafni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.