Þetta er önnur hljómplata Braga Hlíðberg og hér leikur hann eingöngu gömlu dansana. Hann sýnir einnig á sér alveg nýja hlið, því öll lögin á plötunni hefur hann samið sjálfur. Magnús Ingimarsson útsetti allan undirleik og stjórnaði hljóðritun á honum og hafði umsjón með allri hljóðritun. Með Braga leika þeir Guðmundur R. Einarsson á trommur, Jón Sigurðsson á bassa og Þórður Árnason á gítar. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni hf. Tæknimaöur: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Magnús Ingimarsson.