Háskólinn í Bologna (ítalska: Alma mater studiorum - Università di Bologna, UNIBO) er rannsóknarháskóli í Bologna á Ítalíu. Hann var stofnaður árið 1088 af samtökum nemenda, er elsti starfandi háskólinn í heimi og fyrsti skólinn sem telst sem æðri menntastofnun. Orðið universitas (háskóli) var búið til við stofnun hans.
Hann er einn af virtustu háskólum Ítalíu. Frá stofnun hefur hann laðað að sér fjölda fræðimanna, kennara og námsmanna frá allri Ítalíu og heiminum öllum. Hann hefur fest sig í sessi sem ein helsta miðstöð menntunar á alþjóðavísu.
Hann var fyrsti námsstaðurinn sem notaði hugtakið universitas um félag nemenda og meistara, sem kom til með að skilgreina stofnunina (sérstaklega fræga lagadeild hans) sem staðsett er í Bologna. Merki háskólans ber kjörorðið Alma mater studiorum („Nærandi móðir námsins“) og ártalið 1088 e.Kr. Um 87.500 nemendur sækja 11 skóla háskólans. Háskólasvæði skólans eru í Cesena, Forlì, Ravenna og Rimini auk erlends útibús í Búenos Aíres, Argentínu. Innan háskólans er einnig afburðaskóli sem heitir Collegio Superiore di Bologna.
Háskólinn í Bologna var sá fyrsti til að veita konu prófgráðu og kennarastöðu árið, Bettisia Gozzadini, sem og að veita fyrstu konunni bæði doktorsgráðu í vísindum og launaða stöðu sem háskólaprófessor, Laura Bassi.