Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem blóðið beitir á veggi æðakerfisins. Mestur af þessum þrýstingi kemur til vegna krafts frá hjartanu þegar það dælir blóði.

Þegar talað er um blóðþrýsting á fólk vanalega við þrýstinginn í stóru slagæðunum. Þar sem þrýstingur sveiflast til vegna samdráttar hjartans eru tveir hlutir athugaðir: mesti þrýstingur sem mælist þegar hjartað slær (slagþrýstingur)[ath. 1] og lægsti þrýstingur sem mælist milli tveggja hjartslátta (fylliþrýstingur).[ath. 2]

Eðlilegur slagþrýstingur er á bilinu 120 mmHg[ath. 3] til 130 mmHg. Eðlilegur fylliþrýstingur er á bilinu 80 mmHg til 85 mmHg. Þegar þrýstingur fer yfir þessi mörk er talað um háþrýsting.

Athugasemdir

  1. Kallað slagþrýstingur, slagbilsþrýstingur, eða systólískur þrýstingur.
  2. Kallað fylliþrýstingur, þanþrýstingur, eða díastólískur þrýstingur.
  3. Millimetrar kvikasilfurs (mmHg) er mælieining á þrýsting.