Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) er mót sem hefur verið haldið á hverju ári frá 1966 að árinu 2015 undanskildu, en það ár var ákveðið að fella niður keppnina sökum þess að einungis 2 lið höfðu skráð sig til leiks.

Í bikarkeppni í frjálsum sendir hvert lið einn keppanda í hverja grein og hver keppandi má einungis taka þátt í tveimur greinum auk boðhlaups. Hver keppandi fær stig, og eru stigin veitt þannig að fyrsti maður fái jafnmörg stig og þátttökuliðin eru mörg, annar maður einu stigi færra o. s. frv.

Þrátt fyrir að keppnin hafi verið haldin í 53 skipti hafa einungis 5 lið unnið hana, þ.e. KR (5 sinnum), UMSK (1), ÍR (25), FH (20) og HSK (2). ÍR-ingum hefur oftast tekist að vinna keppnina í röð, en þeir unnu bikarinn 16 sinnum í röð frá árinu 1972 - 1987. FH-ingar voru nálægt því að jafna það met, en þeir unnu bikarinn 15 sinnum í röð á árunum 1994 - 2008


Saga

Sigurvegarar eftir árum í töflu og svo sigurvegarar sýndir á tímalínu.


FHÍRFHEngin KeppniÍRFHHSKFHHSKÍRFHÍRUMSKKR


Ár Nr. Bikarmeistarar
1966 1 KR
1967 2 KR
1968 3 KR
1969 4 KR
1970 5 KR
1971 6 UMSK
1972 7 ÍR
1973 8 ÍR
1974 9 ÍR
1975 10 ÍR
1976 11 ÍR
1977 12 ÍR
1978 13 ÍR
1979 14 ÍR
1980 15 ÍR
1981 16 ÍR
1982 17 ÍR
1983 18 ÍR
1984 19 ÍR
1985 20 ÍR
1986 21 ÍR
1987 22 ÍR
1988 23 FH
1989 24 ÍR
1990 25 HSK
1991 26 FH
1992 27 FH
1993 28 HSK
1994 29 FH
1995 30 FH
1996 31 FH
1997 32 FH
1998 33 FH
1999 34 FH
2000 35 FH
2001 36 FH
2002 37 FH
2003 38 FH
2004 39 FH
2005 40 FH
2006 41 FH
2007 42 FH
2008 43 FH
2009 44 ÍR
2010 45 ÍR
2011 46 ÍR
2012 47 ÍR
2013 48 ÍR
2014 49 ÍR
2016 50 FH
2017 51 ÍR
2018 52 ÍR
2019 53 FH

[1][2][3][4]


Heimildir

  1. „Níu lið skráð til keppni í 50. Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvelli“. Fri.is. 6. ágúst 2016. Sótt 25. júlí 2019.
  2. „Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár - Vísir“. visir.is. Sótt 25. júlí 2019.
  3. „45. Bikarkeppni FRÍ um helgina“. Fri.is. 12. ágúst 2010. Sótt 25. júlí 2019.
  4. „ÞÓR - Mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands“. 82.221.94.225. Sótt 25. júlí 2019.