Bandaríska karlalalandsliðið í körfuknattleik er fulltrúi Bandaríkjanna á alþjóðamótum í körfuknattleik karla. Liðið er það sigursælasta á Ólympíuleikunum frá upphafi og var ósigrað allt til ársins 1972 þegar það tapaði á lokasekúndum í úrslitaleik gegn Sovétríkjunum.
Árið 1992 fékk liðið gælunafnið Draumaliðið (Enska: Dream Team) þegar NBA leikmenn fengu að vera hluti af leikmannahóp í fyrsta sinn eftir að FIBA breytti regluverki sínu.[1] Árið 2006 töpuðu Bandaríkin undanúrslitaleik Heimsmeistaramótsins gegn Grikkjum í Japan 95-101. Bæði 2010 og 2014 urðu Bandaríkin hins vegar aftur heimsmeistarar.