Bakkaflói er grunnur flói í Norður-Múlasýslu á milli Langaness og Digraness. Inn úr honum ganga stuttir firðir, Finnafjörður nyrstur, Miðfjörður og Bakkafjörður, þar sem stendur samnefnt kauptún í landi jarðarinnar Hafnar. Íbúar eru um 120. Þar er vélbátaútgerð, grunnskóli, heilsugæslustöð og félagsheimili.