Axel Heide

Axel Heide

Axel Heide (19. mars 1861 – 3. október 1915) var danskur fjármálamaður. Hann var bankastjóri við Privatbanken í Kaupmannahöfn. Hann gaf tvær myndastyttur í Kaupmannahöfn, aðra af skáldinu Adam Oehlenschläger, en hina af Absaloni biskupi og fékk fyrir það konferenzráðsnafnbót. Hann var í stjórn Austurasíufélagsins ØK. Axel Heide tapaði fé og áhrifum í kjölfar Alberti-hneyksisins en upp komst að fyrrum Íslandsráðherrann Alberti hafði um skeið stundað gríðarlega umfangsmikinn fjárdrátt og skjalafals.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.