Austurríkiskeisari

Karl 1. var síðasti Austurríkiskeisarinn.

Austurríkiskeisari var keisari Austurríska keisaradæmisins og síðar Austurrísk-ungverska keisaradæmisins frá 1804 til 1918. Titillinn var búinn til af Frans 2. keisara Heilaga rómverska ríkisins, rétt áður en það var leyst upp. Frans varð eftir það Frans 1. Austurríkiskeisari. Titillinn gekk í arf innan Habsburg-Lorraine-ættar þar til Karl 1. Austurríkiskeisari sagði af sér 1918.

Röð Keisari Tímabil Ath.
1 Frans I 1804-1835 Var síðasti keisari hins heilaga rómverska keisaradæmis
2 Ferdinand I 1835-1848 Sonur Frans I og Maríu Teresíu
3 Frans Jósef I 1848-1916 Bróðursonur Ferdinands I
4 Karl I 1916-1918 Frændi ofangreindra keisara