Arbeidsliv i Norden er rafrænt tímarit sem gefið er út af Arbeidsforskningsinstituttet i Norge fyrir hönd Norræna ráðherraráðsins. Tímaritið er gefið út á dönsku, norsku og sænsku. Það er líka þýtt á ensku og heitir enska útgáfan Nordic Labour Journal.
Tímaritið kemur út níu sinnum á ári og fjallar fyrst og fremst um mál sem snerta vinnumarkaðinn, vinnuumhverfið og réttarfarslegar aðstæður sem tengjast norrænum vinnumarkaðsmódelum.
Tenglar