Anne Geneviève L'Huillier (f. 16 ágúst 1958[ 1] ) er fransk-sænskur eðlisfræðingur[ 2] og prófessor í kjarneðlisfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð . Hún er leiðtogi teymis sem sérhæfir sig í attósekúndueðlisfræði og rannsakar hreyfingar rafeinda í rauntíma, sem gerir þeim kleift að skilja efnahvörf á frumeindastigi.[ 3] Árið 2003 slógu L'Huillier og teymi hennar heimsmet með því að framkalla stysta ljóspúlsinn við 170 attósekúndur .[ 4] L'Huillier hefur unnið til margra eðlisfræðiverðlauna, meðal annars Wolf-verðlaunanna í eðlisfræði árið 2022 og Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 2023.[ 5]
Æviágrip
Anne L'Huillier fæddist í París árið 1958.[ 2] Hún er með mastersgráðu í fræðilegri eðlisfræði og stærðfræði[ 6] en skipti síðan yfir í doktorsnám í tilraunaeðlisfræði við Atómorkunefnd Frakklands hjá CEA Paris-Saclay . Doktorsritgerð hennar fjallaði um margfalda jónun í sterkum leysisviðum .[ 7]
Í eftirdoktorsnámi sínu fór L'Huillier til Gautaborgar í Svíþjóð og Los Angeles í Bandaríkjunum . Árið 1986 var hún fastráðin til starfa hjá CEA Paris-Saclay . Árið 1992 tók hún þátt í tilraun í Lundi þar sem búið var að setja upp eitt fyrsta títan- safír-leysigeislakerfið fyrir femtósekúnduslætti í Evrópu. Hún flutti til Svíþjóðar árið 1994 og varð fyrirlesari við Lundarháskóla næsta ár og síðan prófessor þar árið 1997.[ 8]
Verðlaun og viðurkenningar
L'Huillier sat í Nóbelsverðlaunanefndinni í eðlisfræði frá 2007 til 2015[ 6] og hefur verið meðlimur í Sænsku vísindaakademíunni frá 2004.[ 9] Árið 2003 hlaut hún Julius Springer-verðlaunin (de ) . Árið 2011 hlaut hún UNESCO L'Oréal-verðlaunin . Árið 2013 hlaut hún Carl-Zeiss-rannsóknarverðlaunin , Blaise Pascal-orðuna og heiðurgráðu frá Université Pierre-et-Marie-Curie í París.[ 7] Hún hlaut aðild að Vísindaakademíu Bandaríkjanna sem erlendur heiðursfélagi árið 2018. Einu ári síðar var hún sæmd Verðlaunum fyrir grundvallarþætti skammtafræði rafeinda og ljósfræði af Evrópska eðlisfræðifélaginu . Anne L'Huillier er meðlimur í Bandaríska eðlisfræðifélaginu og ljósfræðisamtökunum Optica .[ 10]
Árið 2022 hlaut L'Huillier Wolf-verðlaunin í eðlisfræði fyrir „frumkvöðlaframlag til ofurhraðra leysigeisla og attósekúndueðlisfræði“ ásamt Ferenc Krausz og Paul Corkum .[ 11]
Árið 2023 hlaut L'Huillier Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Krausz og Pierre Agostini fyrir „að finna aðferð til að rannsaka rafeindir í atómum og sameindum með örstuttum ljóspúlsum“.[ 5]
Works
References
↑ „The Nobel Prize in Physics 2023“ . NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 4. október 2023 .
↑ 2,0 2,1 „Anne L'Huillier“ . National Academy of Sciences . Sótt 3. október 2023 .
↑ „Carl Zeiss Research Award“ . ZEISS International (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2017. Sótt 29. apríl 2017 .
↑ Forkman, Bengt; Holmin Verdozzi, Kristina, ritstjórar (2016). Fysik i Lund: i tid och rum (sænska). Lund: Fysiska institutionen i samarbete med Gidlunds förlag. bls. 371, 374. ISBN 9789178449729 .
↑ 5,0 5,1
Davis, Nicola (3. október 2023). „Nobel prize in physics awarded to three scientists for work on electrons“ . The Guardian . London, United Kingdom. ISSN 0261-3077 . Sótt 3. október 2023 .
↑ 6,0 6,1 „Prof. Anne L'huillier – AcademiaNet“ . www.academia-net.org (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 9 ágúst 2019. Sótt 29. apríl 2017 .
↑ 7,0 7,1 UPMC, Université Pierre et Marie Curie - (12. desember 2013). „Anne L'Huillier“ . Sótt 29. apríl 2017 .
↑ „Anne L'Huillier“ . Atomic Physics, Faculty of Engineering, LTH . Sótt 5. maí 2014 .
↑ „Nya ledamöter“ . Kungl. Vetenskapsakademien . 19. apríl 2004. Sótt 29. apríl 2017 .
↑ „EPS Quantum Electronics Prizes“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2016. Sótt 13. júní 2020 .
↑ „Wolf Prize in Physics 2022“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2022. Sótt 4. október 2023 .
1901–1925 1926–1950 1951–1975 1976–2000 2001–