Ajas Telamonsson

Ajax Telamonsson

Ajas Telamonsson, stundum nefndur Ajant eða Ajax (forngríska: Αἴας) var hetja í forngrískri goðafræði og konungur á eynni Salamis. Hann var í herliði Grikkja í Ilíonskviðu Hómers og öðrum fornum söguljóðum um Trójustríðið. Ajas var risavaxinn og fríður maður og sagður sterkastur Grikkja á eftir Akkillesi. Þegar Akkilles lést ákvað Þetis, móðir Akkillesar, að sá í herliði Grikkja sem hefði valdið mestum ótta meðal Trójumanna skyldi fá hervopn hans. Fangar frá Tróju voru spurðir álits en þeir nefndu Ódysseif. Þegar Ódysseifur hafði betur sturlaðist Ajas og fyrirfór sér. Hálfbróðir Ajasar var Tevkros.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.