3. deild karla í knattspyrnu var haldin í sautjánda sinn árið 1982. Keppnisfyrirkomulaginu var gjörbreytt, þar sem 4. deild var komið á laggirnar en sextán lið kepptu í 3. deildinni, sem fram fór í tveimur átta liða riðlum, suðvestur og norðaustur, þar sem neðsta lið hvors riðils féll niður um deild en þau tvö efstu sitthvoru megin mættust í úrslitakeppni. Víðir og KS fóru upp um deild.
Víðir Garði tryggði sér í fyrsta sinn sæti í næstefstu deild. Siglfirðingar komust upp með þeim á hagstæðari markamun eftir markalaust jafntefli gegn Víði í lokaumferðinni.