Þórarins þáttur ofsa er stuttur Íslendingaþáttur. Hann er þó ekki heill, endirinn hefur glatast, en frá atburðum í þættinum er einnig sagt í Fóstbræðra sögu.
Í þættinum segir frá Þórarni ofsa Þórðarsyni á Stokkahlöðum í Eyjafirði, sem var „ofláti mikill og afbragðsmaður“. Hann lenti eitt sinn skipi sínu í Hraunhöfn með húsavið en hitti þá fyrir Þorgeir Hávarsson, sem þá hafði vegið frænda Þórarins. Börðust þeir og féll Þorgeir þótt hann væri mikill kappi og verðist frækilega, enda hafði Þórarinn miklu fleiri menn. Hann hjó höfuðið af Þorgeiri og lagði í salt en hafði það svo með sér til Alþingis sumarið eftir.
Þorgeir hafði verið hirðmaður Ólafs konungs digra og þegar hann frétti af atburðum sendi hann fé til Eyjólfs Guðmundssonar á Möðruvöllum, sonar Guðmundar ríka, með þeirri orðsendingu að hann vildi að Þórarinn yrði drepinn. Þættinum lýkur þar sem þeir Þórarinn og Eyjólfur ríða báðir til leiðarþings en samkvæmt því sem segir í Fóstbræðra sögu var Þórarinn veginn þar.
|
---|
|
Aðrar íslenskar fornsögur | |
---|
Útgáfur | |
---|