Åndalsnes

Loftmynd af bænum.
Åndalsnes með Romsdalshorn í baksýn.

Åndalsnes er bær í Mæri og Raumsdal í Vestur-Noregi. Bærinn er stjórnsýslumiðstöð Rauma sveitarfélags og stendur við Romsdalsfjord. Eru íbúar um 2388 (2022).

Áin Rauma rennur í gegnum bæinn. Bæjarstæði Åndalsnes þykir vera fagurt, fjöll upp í allt að 1800 metra eru þar í kring. Þverhnípið Trollveggen er þar nálægt í Raumsdal. Skemmtiferðaskip og ferðamenn á koma aðallega á sumrin. Vegir liggja til Molde og Kristjánssund til norðurs, til Álasunds í vestur og til Dombås í austur. Lest gengur einnig til Dombås þar sem hægt er að skipta til Þrándheims eða Ósló. Åndalsnes er endastöð Raumabanen járnbrautarlínunnar og stöðin þjónar öllu Mæri og Raumsdalsfylki. Frá stöðinni eru strætóleiðir til annarra bæja í sýslunni.