Åge Fridtjof Hareide (f. 23. september 1953) er norskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum knattspyrnumaður. Sem leikmaður spilaði hann fyrir Hødd, Molde, Manchester City og Norwich City.
Hareide hefur þjálfað ýmis félagslið sem og norska, danska og íslenska landsliðið. Hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu frá 2023 til 2024.
Hareide hefur unnið titla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.