Árjúratímabilið

Endurgerð beinagrind Cryolophosaurus sem er talin fyrsti eiginlegi stinnhalinn sem voru forfeður fugla nútímans.

Árjúratímabilið er fyrsti hluti júratímabilsins. Það hófst við trías-júrafjöldaútdauðann fyrir 199,6 milljónum ára og lauk við upphaf miðjúratímabilsins fyrir 175,6 milljónum ára. Vegna fjöldaútdauðans gátu nýjar dýrategundir eins og risaeðlur þróast og orðið ríkjandi. Á árjúratímabilinu urðu til fjöldi nýrra tegunda ammoníta sem áður voru nær útdauðir, og fjöldi nýrra tegunda sæeðla og landeðla kom fram á sjónarsviðið. Á þessum tíma hófst fyrsti hluti uppbrots risameginlandsins Pangeu.

  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.