Álfabakki er gata í Breiðholti í Reykjavík. Gatan liggur samhliða Reykjanesbraut. Mjódd er fyrirtækja- og þjónustukjarni sem markast af Álfabakka í vestri og Stekkjarbakka í austri. Við Álfabakka eru meðal annars þjónustumiðstöð Breiðholts og Bíóhöllin. Svæðið allt var skipulagt sem byggingasvæði árið 1974 en framkvæmdir hófust ekki að ráði fyrr en um 1980.