Áfram Latibær! er barnaleikrit eftir Magnús Scheving sem er byggt á samnefndri bók höfundarins. Leikritið var frumsýnt árið 1996 í Loftkastalanum og naut mikilla vinsælda. Baltasar Kormákur leikstýrði en með hlutverk fóru Magnús Scheving, Selma Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ingrid Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Ari Matthíasson Pálína Jónsdóttir, Þórhallur Ágústsson og Guðmundur Andrés Erlingsson.
Söguþráður
Sagan fjallar um íbúa Latabæjar sem eru hin mestu letiblóð og hugsa ekkert um heilsuna. Bæjarstjóranum þykir þetta afar slæmt því hann hefur nýlega fengið bréf um að halda skuli íþróttahátíð í Latabæ þar sem bæjarbúar eiga að keppa í hinum ýmsu greinum. Eftir árangurslausa tilraun til að fá íbúa bæjarins til þess að taka þátt á hátíðinni er bæjarstjórinn við það að gefast upp en þá kemur sjálfur íþróttaálfurinn til bjargar. Íþróttaálfurinn hvetur bæjarbúa til að hreyfa sig og kennir þeim hvernig á að lifa heilbrigðari lífsstíl.
Hlutverk
Lögin
- "Lífið er fúlt í Latabæ" - Bæjarstjórinn
- "Líttu á þetta Latibær" - Bæjarstjórinn
- "Stína símalína" - Stína símalína og bæjarstjórinn
- "Öllu er lokið Latibær" - bæjarstjórinn
- "Íþróttaálfurinn" - Íþróttaálfurinn
- "Siggi sæti" - Siggi sæti
- "Goggi mega" - Goggi mega
|
- "Maggi mjói" - Maggi mjói og mamma hans
- "Eyrún eyðslukló" - Eyrún eyðslukló
- "Solla stirða" - Solla stirða
- "Halla hrekkjusvín" - Halla hrekkjusvín
- "Nenni níski" - Nenni níski
- "Löggulagið" - Lolli lögga
- "Áfram Latibær!" - Allir
|